Til baka

Útilegukortið 2016


Þau félög sem vilja setja Útilegukortið í sölu í gegnum miðakerfið er bent á að hafa samband við Arndísi annað hvort með tölvupósti á utilegukortid@utilegukortid.is eða í síma 552-4040

Þau félög sem vilja setja koritð í sölu geta sent póst á hjalp@apmedia.is með eftirfarandi upplýsingum
  • Verð til félagsmanna
  • Punktafrádráttur (ef einhver)
  • Fjöldi korta á skrifstofu (ef einhver)

Um kortið

Útilegukortið ehf. var stofnað árið 2006.
Markmiðið með stofnun Útilegukortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land.

Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. 

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Golfkortið 2016


Golfkortið og handbók verða tilbúin í byrjun apríl.
Golfkortið kostar 4.500 kr. (útsöluverð 5.900 kr.)


Breyting á fyrirkomulagi

Nú þurfa félögin sjálf að sjá um að afhenda eða senda kortin til sinna félagsmanna,
Hægt verður að fá kort hjá Golfkortinu (eftir hendi) og síðan er gert upp eftir sumarið. 


Um kortið


Golfkortið er afsláttarkort á vallargjöldum golfvalla um land allt. 35 golfvellir eru í boði á árinu. Golfkortið 2016 gildir fyrir einn (korthafa sem skáir kennitölu sína á kortið) eða tvo saman. Kortið veitir aðgang 2 fyrir 1, þ.e. greitt eitt vallargjald í hvert skipti en tveir geta spilað (annar frítt). 40% afsláttur gildir á 33 völlum ef korthafi notar kortið einn, sjá sérreglur valla í handbók. Handbók fylgir með Golfkortinu þar sem finna má upplýsingar um alla velli, leiðbeiningar og reglur. Nánari upplýsingar á www.golfkortid.is og þar má jafnframt skrá sig á póstlista þar sem sendur er af og til póstur með frábærum tilboðum á golfvörum og fleiri vallartilboðum til korthafa.

Þau félög sem vilja koma kortinu í sölu sendið þið póst á hjalp@apmedia.is með eftirfarandi upplýsingum
  • Verð til félagsmanna
  • Punktafrádráttur (ef einhver)
  • Fjöldi korta á lager

Veiðikortið 2016

Verðið á kortinu er 5.500 kr


Um kortið


Veiðitímabilið er handan við hornið fyrstu vötnin verða opnuð formlega fyrir veiðimenn 1. apríl n.k.  Veiðikortið frábær kostur fyrir veiðimenn og fjölskyldur sem vilja njóta útiverunnar við falleg veiðivötn vítt og breitt um landið. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa og er hægt að nota kortið eins mikið og menn. Í sumar eru 35 vatnasvæði í boði fyrir Veiðikortshafa vítt og breitt um landið.  Mörg spennandi vatnasvæði eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið og t.d. Elliðavatn, Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn, Kleifarvatn og Vífilsstaðavatn.

Aðilar að orlofskerfi Frímanns geta boðið upp á Veiðikortið til sinna félaga og kortin eru send beint til kaupanda sé þess óskað án aukakostnaðar. 

Þau félög sem vilja koma kortinu í sölu sendið þið póst á hjalp@apmedia.is með eftirfarandi upplýsingum
  • Verð til félagsmanna
  • Punktafrádráttur (ef einhver)
  • Fjöldi korta á skrifstofu (ef einhver)
Við vonum að þessar upplýsingar nýtist ykkur. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða beiðnir þá endilega hafið samband við okkur með því að senda póst á netfangið hjalp@apmedia.is
© 2016 Dorado ehf., Allur réttur áskilinn.


afskrá af póstlista    uppfæra skráningu